Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar.

Published 2 hours ago Positive
Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar.
Auto
Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu.

Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en líkt og fram kom í kauphallartilkynningum frá 30. október sl. er gert ráð fyrir að formlegu framsali fjarskiptabúnaðar Nova og Sýnar til Sendafélagsins ljúki 31. desember 2025 og að starfsemi Sendafélagsins á nýjum rekstrargrundvelli hefjist 1. janúar 2026.

Kaupverð Sendafélagsins á eignum frá Nova og Sýn nemur samtals um 2,6 ma.kr. Að viðbættum þeim eignum sem verða afhentar félaginu á móti fyrirhugaðri hlutfjárhækkun, nema þá heildareignir félagsins um 4,4 ma.kr. Samanlögð upphæð lánssamninga sem Sendafélagið gerir við Sýn og Nova nemur samtals um 2,6 ma.kr., sem myndar heildarskuldir félagins þegar rekstur hefst á nýjum grunni. Samkvæmt drögum að rekstraráætlun Sendafélagsins á fyrsta heila starfsári félagsins er áætlað að EBITDA félagsins verði um 1,3 ma.kr.

Samningarnir sem undirritaðir voru í dag, og framkvæmd samstarfs Nova og Sýnar á nýjum grundvelli, er háð fyrirvörum, m.a. um samþykki stjórnar Sýnar og gerð og samþykki þjónustusamninga félaganna við Sendfélagið. Þá eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar í Sendafélaginu fyrir nauðsynlegri hlutafjárhækkun.

Sýn mun upplýsa markaðinn um framvindu málsins í samræmi við upplýsingaskyldu skráðra félaga.

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl félagsins í gegnum netfangið [email protected]