ÍL-sjóður hefur, samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998, heimild til aukaútdráttar húsbréfa. Þessi heimild er í samræmi við heimild skuldara fasteignaveðbréfa til að greiða aukaafborganir af skuldabréfum sínum eða að endurgreiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga. Ákvæði þessa efnis hafa verið í lögum um húsnæðismál allt frá setningu laga nr. 75/1989, sem komu húsbréfakerfinu á fót.
Á þessum grundvelli hefur ÍL-sjóður látið fara fram aukaútdrátt, sem jafnframt er lokaútdráttur allra útistandandi húsbréfa. Yfirlit um hin útdregnu bréf verður að finna í Lögbirtingablaðinu 10. október n.k.
Húsbréf úr eftirtöldum flokkum voru dregin út í þessum aukadrætti og koma til greiðslu 15. desember 2025 hjá Fjársýslu ríkisins, Katrínartúni 6, 105 Reykjavík:
Heiti Nafnverð3. flokkur 96IBH36-0115 34.860.000 2. flokkur 98IBH37-1215 9.220.0002. flokkur 98rIBH37-1215r 97.800.086 1. flokkur 01IBH26-0315 686.178 2. flokkur 01 IBH41-0315 266.921.724
Tilkynning um aukaútdrátt húsbréfa til greiðslu 15. desember 2025
Publié il y a 1 mois
Oct 9, 2025 at 3:32 PM
Neutral
Auto