Frá 2020 hefur ÍL-sjóður verið í úrvinnsluferli og hafa stjórnvöld leitast við að skapa skilyrði til að hægt sé að slíta sjóðnum. Tillaga um uppgjör á íbúðabréfum var lögð fyrir fund kröfuhafa í vor og fékkst samþykki meirihluta eigenda, sem jafnframt batt alla eigendur, fyrir því að skipta á íbúðabréfum og öðrum eignum. Með uppgjöri íbúðabréfa var langstærsti hluti skulda ÍL-sjóðs gerður upp eða um 97%.
Eigendum annarra skulda ÍL-sjóðs var þá tilkynnt að þeim yrði boðin sambærileg skipti. Þær skuldir sem standa eftir samanstanda að mestu af einum flokki húsnæðisbréfa, en einnig húsbréfum í fjórum flokkum, bæði rafrænum og pappírsbréfum. Nú er afstaðið skiptiútboð þar sem eigendum húsnæðisbréfa var boðið að skipta á þeim og ríkisskuldabréfum. Þau húsnæðisbréf sem eftir standa er gert ráð fyrir að verði flutt til ríkissjóðs, sem taki yfir skuldbindingar vegna þeirra.
Jafnframt hefur ÍL-sjóður framkvæmt aukaútdrátt húsbréfa þar sem öll eftirstæð húsbréf voru dregin út. Heimild til aukaútdráttar er í lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 og er í samræmi við heimildir lántaka sjóðsins til að greiða upp lán fyrir gjalddaga. Uppgreiðslur á útlánum sjóðsins hafa verið umtalsverðar og aukaútdráttur hefur ekki verið framkvæmdur síðan á árinu 2020. Eins og fram kemur í auglýsingu fyrir aukaútdráttinn geta eigendur húsbréfa vitjað greiðslna hjá Fjársýslu ríkisins frá 15. desember nk.
Með þessum skrefum er úrvinnsla ÍL-sjóðs á lokastigum. Á næstu vikum verður unnið í frágangi uppgjörsatriða til að slíta megi sjóðnum.[JV2] Samkvæmt reglum kauphallar skulu útgefendur skráðra skuldabréfa birta fjárhagsupplýsingar opinberlega. Í ljósi þess að búið er að gera ráðstafanir varðandi allar skuldir ÍL-sjóðs er ekki gert ráð fyrir frekari upplýsingagjöf um fjárhag sjóðsins í kauphöll.
Upplýsingagjöf til skuldabréfaeigenda ÍL-sjóðs
Publié il y a 1 mois
Oct 9, 2025 at 3:35 PM
Positive
Auto