Landsbankinn hf. hefur undirritað samninga við Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt á eftirmarkaði með sértryggð skuldabréf útgefin af Landsbankanum. Skuldabréfin eru skráð á Nasdaq Iceland og taka skyldur viðskiptavaka samkvæmt samningi gildi þann 6. október 2025.
Viðskiptavakar munu fyrir opnun markaða dag hvern setja fram kaup- og sölutilboð í sértryggð skuldabréf útgefin af Landsbankanum. Lágmarksfjárhæð tilboða eru sem hér segir:
Stærð flokks (ma.kr)Nafnverð tilboða (m.kr)0 - 303 - 5205 -106010 +80
Lágmarksfjárhæð tilboða í verðtryggðu flokkana LBANK CBI 26 og LBANK CBI 28 miðast við 40 m.kr. að nafnverði.
Skyldur einstakra viðskiptavaka falla niður á tilteknum viðskiptadegi ef viðskiptavaki hefur átt viðskipti (tilgreind „AUTO“) með sértryggð skuldabréf fyrir 500 m. kr. að nafnverði samanlagt í þeim flokkum sem samningurinn nær til.
Hámarksmunur kaup- og sölutilboða ákvarðast af verði gildra tilboða og tekur mið af árafjölda til lokagjalddaga sértryggðu skuldabréfanna, á hverjum tíma, í samræmi við eftirfarandi töflu:
Tími til lokagjalddagaHámarksverðmunur0 - 6 mánEnginn6 mán - 2 ár0,20%2 - 4 ár0,30%4 - 6 ár0,35%6 - 9 ár0,60%9 - 12 ár0,70%12 -18 ár1,00%18 ár eða lengri1,15%
Verðtryggðir flokkar með skemmri líftíma en tvö ár eru undanþegnir ofangreindum kvöðum um hámarksmun kaup- og sölutilboða.
Frá gildistöku samninga um viðskiptavakt geta viðskiptavakar fengið tímabundin bréfalán í flokki þeirra skuldabréfa sem samningurinn tekur til. Hámarkslán til einstakra viðskiptavaka er 320 m. kr. að nafnverði í hverjum flokki.
Landsbankinn hf.: Landsbankinn semur um viðskiptavakt með sértryggð skuldabréf
Published för 1 månad sedan
Oct 3, 2025 at 3:37 PM
Neutral
Auto