Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrri árshelmings 2025 fimmtudaginn 28. ágúst.

Published för 2 månader sedan Positive
Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrri árshelmings 2025 fimmtudaginn 28. ágúst.
Auto
Hampiðjan hf. mun birta uppgjör fyrir fyrri árshelming 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. ágúst.

Fjárfestakynning verður haldin sama dag, klukkan 16:15 í höfuðstöðvum félagsins að Skarfagörðum 4. Kynningunni verður jafnframt streymt og verður vefstreymið aðgengilegt á heimasíðu félagsins fyrir fundinn.

Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á meðan á fundi stendur á netfangið [email protected]

Árshlutareikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar. Upptaka af kynningunni verður einnig aðgengileg á heimasíðunni að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson, forstjóri, í síma 664-3361