Reykjavíkurborg hefur lokið útboði í skuldabréfaflokkunum RVKN 35 1 og RVK 44 1.
Heildartilboð í RVKN 35 1 voru samtals 7.575 m.kr. að nafnvirði á kröfubilinu 8,38%-8,58%. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnvirði 955 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 8,45%.
Útistandandi fyrir útboð voru 43.175 m.kr. að nafnvirði, að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 960 m.kr. Heildarstærð flokksins er nú 44.130 m.kr. að nafnverði.
Heildartilboð í RVK 44 1 voru samtals 956 m.kr. að nafnvirði á kröfubilinu 3,99%-4,05%. Ákveðið var að taka tilboðum, samtals að nafnvirði 756 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 4,0%, þar af eru 56 m.kr. að nafnvirði greiddar í skiptiútboði með bréfum í RVK 32 1. Útistandandi fyrir útboð voru 9.970 m.kr. að nafnvirði, að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 800 m.kr. Heildarstærð RVK 44 1 er nú 10.726 m.kr. að nafnverði.
Viðskiptavakar Reykjavíkurborgar, Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, höfðu umsjón með útboðinu. Uppgjör viðskipta fer fram þriðjudaginn 30. september.
Nánari upplýsingar veitir:
Bjarki Rafn Eiríksson
skrifstofa fjárstýringar og innheimtu,
netfang: [email protected]
Reykjavíkurborg niðurstaða úr skuldabréfaútboði
Published för 1 månad sedan
Sep 25, 2025 at 9:14 AM
Positive
Auto