Landsbankinn hf. tilkynnti í dag um tilboð til eigenda skuldabréfa í evrum á gjalddaga 2027 (ISIN: XS2679765037) þar sem bankinn býðst til að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu reiðufjár. Tilboðið byggir á skilmálum og skilyrðum endurkaupatilboðs (e. tender offer memorandum) dagsettu 27. október 2025 þar á meðal niðurstöðu bankans í fyrirhugaðri skuldabréfaútgáfu.
Nánari upplýsingar um endurkaupatilboðið má finna í tilkynningu á Euronext Dublin þar sem skuldabréfin eru skráð. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, Kroll Issuer Services Limited, [email protected].
Umsjónaraðilar eru ABN AMRO Bank, BofA Securities Europe, Natixis og NatWest Markets.
Þessi tilkynning er birt af Landsbankanum hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innihalda upplýsingar tengdar endurkaupatilboðinu sem lýst er hér að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsbankanum hf., í samræmi við upplýsingaskyldu Landsbankans hf. samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.
Landsbankinn hf.: Skilyrt endurkaupatilboð
Published 1 week ago
Oct 27, 2025 at 8:36 AM
Positive
Auto