Brim hf. hefur endurnýjað samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Brim.
Samningur Brims við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 12 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði. Hámarksmagn viðskipta á hverjum degi skal nema 24 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Brims. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 2,0% en annars 4,0%. Þá er markmið aðila, en ekki skylda, að kaup- og sölutilboð séu þrepaskipt þannig að hluti tilboðsbókar sé á þrengra verðbili en magnvegið verðbil gefur til kynna og hluti á víðara verðbili þannig að ofangreindu magnvegnu verðbili sé náð.
Samningurinn tekur gildi í 10. nóvember 2025, og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirvara.
Nánari upplýsingar veitir Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fjármálastjóri, á netfangið [email protected]
Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt
Published 7 hours ago
Nov 10, 2025 at 9:08 AM
Positive