Landsbankinn hf.: Uppgjör Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins 2025

Published 2 weeks ago Neutral
Landsbankinn hf.: Uppgjör Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins 2025
Auto
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 nam 29,5 milljörðum króna eftir skatta, þar af 11,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi.Arðsemi eiginfjár var 12,2% samanborið við 11,7% á sama tímabili árið áður.Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna nam 2,9%.Hreinar vaxtatekjur voru 49,4 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur voru 9,2 milljarðar króna.Afkoma TM á tímabilinu 28. febrúar til 30. september 2025 af vátryggingarsamningum var 1,5 milljarðar króna, þar af 528 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Samsett hlutfall TM er 88,7% á fyrstu níu mánuðum ársins 2025.Kostnaðarhlutfall var 33,2%, samanborið við 32,3% á sama tímabili árið 2024.Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 24,0% en fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir heildarkröfu um 20,4% eiginfjárgrunn.Landsbankinn innti síðari hluta arðgreiðslu ársins til hluthafa af hendi þann 17. september sl. en gjalddagi fyrri greiðslunnar var 26. mars sl. Samtals námu arðgreiðslur ársins 18.891 milljón króna.Ungu fólki (18-24 ára) sem átti viðskipti með sjóði Landsbréfa fjölgaði um 45% miðað við sama tímabil í fyrra. Ungu fólki sem ávaxtar viðbótarlífeyrissparnað sinn hjá bankanum fjölgaði um 31%.Í lok júlí tók Landsbankinn tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna var 2,85 milljarðar króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Afkoman á fyrstu níu mánuðum ársins er góð og byggir á árangri allra sviða bankans. Afkoman af tryggingum var sömuleiðis góð og vel hefur gengið að samstilla starfsemi TM og Landsbankans þannig að  styrkleikar beggja félaga nýtist sem best. Þá er sérlega ánægjulegt að ungt fólk velur í auknum mæli að fjárfesta til framtíðar hjá Landsbankanum. Kostnaðarhlutfall á fyrstu níu mánuðum ársins var 33% og hefur sjaldan verið lægra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar höfum við gjaldfært varúðarfærslu upp á 2,4 milljarða vegna þess hluta lánasafns bankans sem varðar fasteignalán til neytenda.

Útlánavöxtur var hóflegur og var allur hjá fyrirtækjum. Við gerum ekki ráð fyrir miklum útlánavexti á næstunni og við finnum fyrir hægari umsvifum hjá fyrirtækjum, líkt og fjallað er um í nýrri hagspá Greiningardeildar Landsbankans sem kom út í gær. Þá varð samdráttur í íbúðalánum sem skýrist af því að fleiri velja verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum. Við munum leggja okkur fram við að bjóða samkeppnishæf íbúðalán, hvort sem er fyrir fyrstu kaupendur eða aðra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Íslandsbanka erum við nú að fara fara yfir skilmála um breytilega vexti á nýjum íbúðalánum og er sú vinna á lokametrunum. Landsbankinn er stærsti lánveitandinn á íbúðalánamarkaði og við höfum lagt áherslu á að vinna þetta mál hratt og vel enda mikilvægt að draga úr óvissu eins og kostur er við þessar aðstæður.

Töluverð tímamót urðu í sögu bankans í júlí þegar Landsbankinn seldi Austurstræti 11 og þrjú samtengd hús í Hafnarstræti. Á undanförnum árum höfum við fækkað fermetrum í rekstri bankans um 40%. Við leggjum áfram áherslu á traustan rekstur, stöðuga framför og við setjum okkur í spor viðskiptavina sem skilar ánægðum viðskiptavinum og langtíma viðskiptasamböndum. Það er kjarninn í því hvernig við hugsum um rekstur bankans.“

Fjárhagsdagatal Landsbankans

■ Ársuppgjör 2025 29. janúar 2026
■ Aðalfundur 18. mars 2026
■ 1F 2026 30. apríl 2026
■ 2F 2026 23. júlí 2026
■ 3F 2026 22. október 2026
■ Ársuppgjör 2026 28. janúar 2027

Nánari upplýsingar veita:

Samskipti, [email protected]

Fjárfestatengsl, [email protected]

Viðhengi

Landsbankinn_uppgjorskynning_30.09.2025Landsbankinn_fréttatilkynning_30.09.2025Landsbankinn_arshlutareikningur_samstaedu_30.09.2025