Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa þar sem þrír flokkar voru boðnir til sölu.
Átta tilboð að fjárhæð 3.220 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 27 á ávöxtunarkröfu á bilinu 7,85%-7,91%. Tilboðum að fjárhæð 3.220 m. kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 7.91%. Heildarstærð flokksins eftir viðbótarútgáfuna verður 46.760 m. kr.
Tólf tilboð að fjárhæð 4.220 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 29 á ávöxtunarkröfu á bilinu 7,65%-7,74%. Tilboðum að fjárhæð 3.680 m. kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 7.69%. Heildarstærð flokksins eftir viðbótarútgáfuna verður 28.840 m. kr.
Níu tilboð að fjárhæð 3.560 m. kr. að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 31 á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,90%-3,95%. Tilboðum að fjárhæð 2.160 m. kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 3,93%. Heildarstærð flokksins eftir viðbótarútgáfuna verður 17.880 m. kr.
Áætlaður uppgjörsdagur er 17. september 2025.
Arion banki, Íslandsbanki og Kvika sinna viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans. Lánshæfiseinkunn sértryggðra skuldabréfa Landsbankans er A+ með stöðugum horfum samkvæmt mati S&P.
Sértryggðu skuldabréfin eru gefin út með leyfi frá Fjármálaeftirlitinu með vísan í lög nr. 11/2008 og reglur Fjármálaeftirlits nr. 190/2023. Nánari upplýsingar um skuldabréfin og tryggingasafnið má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans, Fjármögnun Landsbankans - Landsbankinn.
Þessi tilkynning er birt af Landsbankanum hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum. Tilkynning þessi er gerð af Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsbankanum hf., í samræmi við upplýsingaskyldu Landsbankans hf. samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.
Landsbankinn hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa
Published 1 måned siden
Sep 9, 2025 at 3:37 PM
Positive
Auto