REITIR: Birting grunnlýsingar

Published 2 måneder siden Positive
REITIR: Birting grunnlýsingar
Auto
Reitir fasteignafélag hf., kt. 711208-0700, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 19. ágúst 2025, staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Reita, https://www.reitir.is/fjarfestar/skuldabref. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12 í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Reiti fasteignafélag hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu.

Upplýsingar veitir: Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu [email protected] eða í síma 669 4416.

Viðhengi

Grunnlýsing Reita fasteignafélags hf. 2025