Íþaka fasteignir ehf. hafa birt lýsingar dagsettar 25. og 26. ágúst 2025 vegna stækkunar skuldabréfaflokka. Lýsingarnar samanstanda af útgefandalýsingu og verðbréfalýsingu og eru birtar í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokkunum ITHAKA 051233 og ITHAKA 300834 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingarnar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og hafa skuldabréfaflokkarnir verið teknir til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf.
Skuldabréf að nafnvirði 1.060 m.kr. voru seld í flokknum ITHAKA 051233, sem fullnýtir þar með stærð flokksins í 4.300 m.kr. að nafnvirði.
Skuldabréf að nafnvirði 3.500 m.kr. voru seld í flokknum ITHAKA 300834, sem fullnýtir þar með stærð flokksins í 7.000 m.kr. að nafnvirði.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með því ferli að fá lýsingarnar staðfestar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfanna til viðskipta. Lýsingarnar má finna á heimasíðu útgefanda, https://www.ithaka.is/fjarmala-og-markadsupplysingar. Jafnframt má nálgast þær á skrifstofu félagsins Lynghálsi 4, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á [email protected].
Íþaka fasteignir ehf.: Skráning stækkunar skuldabréfaflokka ITHAKA 051233 og ITHAKA 300834
Published 2 måneder siden
Aug 26, 2025 at 5:46 PM
Positive
Auto