Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2025
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2025, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. ágúst 2025.
Afkoma tímabilsins var jákvæð um 242 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 23,86% í lok júní.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við landshlutasamtök, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins. Þá annast stofnunin framkvæmd laga um póstþjónustu og hafa eftirlit með póstþjónustu eins og nánar er kveðið á um í lögum um það efni. Skrifstofa stofnunarinnar er á Sauðárkróki.
Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi
Afkoma tímabilsins var jákvæð um 242 milljónir króna.Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 23,86% en skal að lágmarki vera 8%.Hreinar vaxtatekjur voru 668 milljón króna eða 45% af vaxtatekjum, samanborið við 771 milljón króna (50% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2024.Laun og annar rekstrarkostnaður nam 350 milljónum króna líkt og á sama tímabili 2024.Eignir námu 30.414 milljónum króna og hafa hækkað um 297 milljónir frá árslokum 2024. Þar af voru útlán 27.269 milljónir samanborið við 25.061 milljón í árslok 2024.Skuldir námu 24.169 milljónum króna og lækkuðu um 54 milljónir frá áramótum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu [email protected]
Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri ár
30.6.2025202430.6.20242023 Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Þús. kr.Yfirlit um afkomu Vaxtatekjur.................................................1.494.1442.670.4461.533.7322.706.642Vaxtagjöld..................................................826.1681.345.188763.0491.463.293Hreinar vaxtatekjur.....................................667.9761.325.258770.6831.243.349Aðrar rekstrartekjur.....................................45.220743.704426.363656.934Hreinar rekstrartekjur..................................1.120.1802.068.9621.197.0461.900.283 Önnur rekstrargjöld.....................................877.958764.277106.7291.196.783Afkoma ársins..........................................242.2211.304.6851.090.317703.500 Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána lánsloforða og annarra krafna297.428-276.899-464.170164.172 Efnahagsreikningur30.6.202531.12.202430.6.202431.12.2023Eignir Handbært fé................................................548.8812.636.8721.737.413926.930Markaðsskuldabréf.......................................363.297355.927349.979340.013Aðrar kröfur................................................4.1154.63910.42425.296Hlutabréf.....................................................369.983332.572317.846285.687Fullnustueignir.............................................36.662101010Hlutdeildarfélög...........................................1.066.324968.970969.649904.568Útlán til viðskiptavina...................................27.268.62225.060.93124.237.72522.071.447Varanlegir rekstrarfjármunir.........................756.056757.442769.619781.796Eignir samtals..........................................30.413.94030.117.36328.392.66625.335.747 Skuldir og eigið fé Lántökur og skuldabréfaútgáfur.....................23.081.29823.406.32321.340.48719.901.162Óráðstöfuð framlög......................................895.085563.986856.557529.287Aðrar skuldir...............................................192.312144.030406.966206.960Skuldir samtals........................................24.168.69424.114.33922.604.01020.637.408 Eigið fé Eiginfjárframlag...........................................7.800.0007.800.0007.800.0007.800.000Uppsöfnuð afkoma.......................................-1.554.755-1.796.976-2.011.344-3.101.661Eigið fé samtals...........................................6.245.2456.003.0245.788.6564.698.339 Skuldir og eigið fé samtals......................30.413.94030.117.36328.392.66625.335.747 Sjóðstreymi30.6.2025202430.6.20242023Handbært fé (-til) frá rekstri.........................-1.643.113-1.734.762-437.088-913.756Fjárfestingarhreyfingar.................................-54.474-11.338-8.2020Fjármögnunarhreyfingar...............................-388.6063.474.0501.260.297163.058Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé................-2.086.1931.727.950815.007-750.698Gengismunur á handbæru fé.........................-1.799-18.008-4.524-8.709Handbært fé í ársbyrjun...............................2.636.872926.930926.9301.686.337Handbært fé í lok árs...............................548.8812.636.8721.737.413926.930 Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði23,86%23,17%24,64%22,64%
Viðhengi
Árshlutauppgjör 2025.06.30Fréttatilkynning v árshlutareiknings 2025
Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2025
Published 2 måneder siden
Aug 28, 2025 at 5:35 PM
Neutral
Auto