Samstæðuárshlutareikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 var staðfestur af stjórn félagsins í dag 29. ágúst 2025.
Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 39,6 milljónum evra. Hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi samstæðunnar nam 257 þúsund evra á tímabilinu.
Eignir samstæðunnar í lok tímabilsins samkvæmt efnahagsreikningi námu 515,7 milljónum evra og skuldir námu 232,6 milljónum evra. Bókfært eigið fé samstæðunnar nam 283 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 54,9% í lok tímabilsins.
Samstæðuárshlutareikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandinu, og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga.
Nánari upplýsingar veitir Runólfur Viðar Guðmundson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. í síma 580-4200.
Viðhengi
Samstæðuárshlutareikningur 30.6.2025 - Útgerðarfélags Reykjavíkur hf
Samstæðuárshlutareikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. 1. janúar – 30. júní 2025
Published 2 måneder siden
Aug 29, 2025 at 1:52 PM
Neutral
Auto