Fossar fjárfestingarbanki hefur gert sátt við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Sáttin er gerð í kjölfar athugunar fjármálaeftirlitsins í tengslum við útboð Bankasýslu ríkisins á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fór fram þann 22. mars 2022. Sáttin felur í sér að bankinn fellst á að greiða sekt að fjárhæð 9,5 milljónir króna.
Athugun fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós möguleg brot á ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga er sneru að hljóðritun og varðveislu símtalsupptaka, fjárfestaflokkun og að hafa ekki uppfyllt að öllu leyti almennu meginreglu laganna um viðskiptahætti.
Með sáttinni gengst bankinn við þeim brotum gegn lögum um markaði fyrir fjármálagerninga sem er lýst hér að framan. Málið varðar framkvæmd útboðs fyrir rúmlega þremur árum, áður en félagið sameinaðist Vátryggingafélagi Íslands hf. og varð í kjölfarið hluti af samstæðu Skaga hf. Samkvæmt ákvæðum um skaðleysi mun sáttin hvorki hafa fjárhagsleg áhrif á Fossa eða samstæðu Skaga.
Fossar hafa unnið markvisst að tryggja vandaða framkvæmd samkvæmt fyrrgreindum lögum um markaði fyrir fjármálagerninga og hafa ávallt haft hagsmuni viðskipavina sinna að leiðarljósi. Vinna við úrbætur er langt á veg komin, en stuttu eftir útboðið var ráðist í heildstæða skoðun á fullnægjandi innleiðingu laganna. Stefnur, reglur og verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar og eftir atvikum settar nýjar, fjárfest hefur verið í nýjum kerfum og reglulegri fræðslu ásamt því sem eftirlitsaðgerðir hafa verið framkvæmdar með reglubundnum hætti.
Fossar fjárfestingarbanki hf. gerir sátt við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands
Published 2 måneder siden
Sep 5, 2025 at 4:19 PM
Positive
Auto