Reykjavíkurborg hefur ákveðið að efna til útboðs á skuldabréfaflokkunum RVK 44 1 og RVKN 35 1 miðvikudaginn 24. september nk. Heimild til lántöku á árinu 2025 er 16.500 m.kr. og þetta er sjötta útboð ársins.
Í tengslum við útboðið fer fram skiptiútboð þar sem eigendur skuldabréfaflokksins RVK 32 1 eiga þess kost að selja bréf í flokknum gegn kaupum á bréfum í RVK 44 1 í ofangreindu útboði. Verð á RVK 32 1 er fyrirfram ákveðið og er hreint verð 93,0183 miðað við ávöxtunarkröfuna 4,70%. Viðskiptavakt með RVK 32 1 lýkur þann 1. október nk. eins og tilkynnt var 27. mars sl.
RVK 44 1 ber fasta 3,75% verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 21. maí 2044. Heildarstærð RVK 44 1 fyrir þetta útboð nemur alls 9.970 m.kr. að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 800 m.kr.
RVKN 35 1 ber fasta 6,72% óverðtryggða vexti og greiðir jafnar afborganir á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 26. mars 2035. Heildarstærð RVKN 35 1 fyrir þetta útboð nemur alls 43.175 m.kr. að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 960 m.kr.
Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.
Áætlaður uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 30. september nk.
Reykjavíkurborg hefur boðið viðskiptavökum, sem eru Arion banki, Íslandsbanki, Kvika banki og Landsbanki, að hafa umsjón með útboðinu og taka á móti tilboðum. Tilboðum skal skilað inn á netfangið [email protected] fyrir kl. 16:00 á útboðsdegi. Fram þarf að koma hvort greitt er í formi bréfa eða með reiðufé.
Nánari upplýsingar veitir:
Bjarki Rafn Eiríksson
Skrifstofa fjárstýringar og innheimtu
Netfang: [email protected]
Reykjavíkurborg – skuldabréfaútboð 24. september - skiptiútboð eða reiðufé
Published 1 måned siden
Sep 23, 2025 at 9:28 AM
Positive
Auto