Stjórn Íþöku fasteigna ehf. samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 26. september 2025, árshlutareikning félagsins fyrir fyrri árshelming 2025. Uppgjör félagsins hefur nú verið birt.
Helstu atriði árshlutareiknings:
Heildarafkoma félagsins á tímabilinu var 605 m.kr., þar voru stórir þættir rekstrartekjur félagsins sem voru 1.774 m.kr. á tímabilinu og matsbreyting fjárfestingaeigna að fjárhæð 637 m.kr.Heildar eignir félagsins námu 48.696 m.kr. m.v. 30. júní 2025, en þar af voru fjárfestingareignir 46.703 m.kr. og handbært fé 346 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 28.330 m.kr. og eigið fé félagsins var 14.899 m.kr.Eiginfjárhlutfall félagsins í lok tímabilsins var 30,6%.
Árshlutareikningur félagsins er meðfylgjandi og er einnig að finna á heimasíðu félagsins, www.ithaka.is/fjarmala-og-markadsupplysingar.
Félagið stækkaði skuldabréfaflokkana ITHAKA 051233 og ITHAKA 300834 á árinu og hafa skuldabréf í flokkunum verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Áður hefur félagið gefið út skuldabréf í flokkunum ITHAKA 070627, ITHAKA 291128, ITHAKA 051233 og ITHAKA 300834 og hafa skuldabréf í öllum flokkum verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Íþaka fasteignir ehf. rekur og leigir út atvinnuhúsnæði, byggir upp lóðir og þróar lausnir til að mæta húsnæðisþörf fyrirtækja.
Félagið stefnir að því að vera styrk stoð í íslensku samfélagi með heilnæmt og sveigjanlegt húsnæði sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á [email protected].
Viðhengi
Íþaka fasteignir ehf - Árshlutareikningur 30.06.2025
Íþaka fasteignir ehf.: Árshlutareikningur fyrstu 6 mánuði 2025
Published 1 måned siden
Sep 26, 2025 at 9:36 AM
Neutral
Auto