ÍL-sjóður hefur lokið skiptiútboði þar sem eigendum húsnæðisbréfaflokksins IBN 38 0101 var boðið að skipta á bréfunum fyrir skuldabréf í verðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKS 34 1016.
Tilboð að fjárhæð 1.420.000.000 kr. að nafnvirði bárust í verðtryggða flokkinn RIKS 34 1016 og var tilboðum að fjárhæð 1.420.000.000 kr. að nafnvirði tekið á fyrirfram ákveðna hreina verðinu 104,1411. Á móti kaupir ÍL-sjóður til baka 961.845.345 kr. að nafnvirði í flokknum IBN 38 0101 á fyrirfram ákveðna hreina verðinu 42,7676. Skipt var á bréfum að markaðsvirði 1.586.765.624 kr.
Nánari upplýsingar veita:
Starfsfólk Lánamála ríkisins sem umsjónaraðili útboðsins, sími: 569-9994 / netfang: [email protected]
ÍL-sjóður: Niðurstaða skiptiútboðs IBN 38 0101/RIKS 34 1016
Published 1 måned siden
Sep 30, 2025 at 12:00 PM
Positive
Auto