Landsbankinn lauk í dag sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 400 milljónir norskra króna. Skuldabréfin voru seld á kjörum sem jafngilda 87 punkta álagi á þriggja mánaða millibankavexti í norskum krónum.
Skuldabréfin verða gefin út undir EMTN útgáfuramma bankans og er stefnt að töku til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 28. ágúst 2025.
Umsjónaraðili sölunnar var SEB.
Landsbankinn hf.: Útgáfa skuldabréfa í norskum krónum
Published för 2 månader sedan
Aug 20, 2025 at 11:33 AM
Positive
Auto